fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hafa staðfest tvö ný einkenni COVID-19 smita

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 06:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þurr hósti er eitt helsta einkenni COVID-smits en önnur einkenni hafa einnig verið sögð nokkuð algeng. Má þar nefna beinverki, missi bragð- og lyktarskyns og hita. Nú hafa vísindamenn við tækni- og vísindaháskólann í Wuhan í Kína varað við tveimur nýjum einkennum sem fólk ætti að hafa í huga. Þau eru sögð vera væg en geti bent til þess að fólk sé smitað af veirunni.

Vísindamennirnir segja að höfuðverkur og svimi séu einkenni sem fólk þurfi að vera á varðbergi gagnvart. Þeir rannsökuðu 214 smitaða einstaklinga og spurðu þá út í hvaða einkennum þeir hefðu fundið fyrir. 36 prósent þeirra sögðust hafa fundið fyrir áhrifum á taugakerfið, þar á meðal höfuðverk og svima. Beinverkir og taugaverkir voru einnig nefndir til sögunnar.

Í sumum tilfellum komu þessi einkenni fram samhliða öndunarörðugleikum, hósta og hita.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í JAMA Neurology. Þar segir Ling Mao, aðalhöfundur hennar, að sjúklingar og læknar verði að gefa margvíslegum heilsufarseinkennum góðan gaum í tengslum við COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann