Astrid Iversen, prófessor í veiru- og ónæmisfræði, við Oxfordháskólann í Bretlandi sagði í samtali við Berlingske að hún efist um að hægt sé að mynda hjarðónæmi gegn COVID-19. Til að hjarðónæmi náist þurfa að minnsta kosti 60 prósent fólks að hafa myndað ónæmi. Það tekur um fimm ár að mati Iversen.
Hún sagði að miðað við niðurstöður rannsókna sem til eru um kórónuveirur þá muni COVID-19 líklega fylgja sama mynstri og veita sama ónæmi gegn smiti en það vari ekki lengi eða í eitt til tvö ár. Það valdi því að ónæmið verði horfið úr líkama fólks áður en hjarðónæmi næst.
„Hjarðónæmi mun hafa mikil veikdindi og dauða í för með sér og langlíklegast er að það sé ekki hægt að ná því.“