Hann skrifaði að að vegna árásar ósýnilegs óvinar og þarfarinnar fyrir að vernda störf Bandaríkjamanna ætli hann að gefa út tilskipun sem lokar á komum innflytjenda tímabundið. Hann skýrði málið ekki nánar.
Trump hefur nú þegar lokað landamærunum að Mexíkó og Kanada að mestu. Hælisleitendur og fólk sem reyni að komast á ólöglegan hátt til Bandaríkjanna er vísað frá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og sent aftur heim.
Nú hafa um 42.000 látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum og um 786.000 hafa greinst með smit. Bandarískt efnahagslíf er nær algjörlega frosið vegna faraldursins og um 22 milljónir manna hafa skráð sig atvinnulausa á undanförnum vikum.
Trump getur gefið út tilskipanir sem stjórn hans verður að fylgja en hægt er að koma í veg fyrir að þær taki gildi ef alríkisdómstóll úrskurðar að þær stríði gegn stjórnarskránni. Einnig getur þingið sett lög sem banna ákveðnar tilskipanir.