Í miðjum heimsfaraldri virðast ljónin hafa vanið sig á að vera laus við ágang fólks og miðað við myndir frá þjóðgarðinum þá sakna þau ekki heimsókna fólks.
„Það er óvenjulegt að þau liggi á miðjum veginum að degi til því við venjulegar aðstæður myndi vera umferð sem neyddi þau út af veginum.“
Hefur CNN eftir Isaac Phaahla, talsmanni þjóðgarðsins.
Á venjulegum degi væri þjóðgarður fullur af gestum en hann hefur verið lokaður síðan 25. mars til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit.
https://www.facebook.com/krugerpark.co.za/posts/10157598858442961