fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Í einangrun vegna COVID-19 – Átti ekki von á þessum aðstæðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 06:58

Cerro Gordos. Mynd:Brent Underwood

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert meðal þeirra sem sitja og vorkenna sjálfum sér svolítið vegna COVID-19 faraldursins og þeirrar félagslegu einangrunar sem því fylgir þá er kannski upplyftandi að hugsa til Brent Underwood sem er kannski sá maður sem er í mestri einangrun þessa dagana.

Brent er ekki í einangrun í bæ eða borg því hann er í gamla námubænum Cerro Gordo sem hann keypti fyrir sem svarar til um 200 milljóna íslenskra króna fyrir tveimur árum. Bærinn er í fjöllunum í Kaliforníu, um þriggja og hálfrar klukkustunda akstur frá Los Angeles við eðlileg akstursskilyrði. Sky skýrir frá þessu.

En aðstæðurnar hafa ekki verið eðlilegar að undanförnu. Það eru um 40 kílómetrar í næstu verslun en Brent hefur ekki komist þangað vegna mikilla snjóa. Hann er algjörlega innilokaður í þessum yfirgefna námubæ. Brent er því góð fyrirmynd fyrir aðra um hvernig á að halda góðri fjarlægð frá öðru fólki!

Hann kom til bæjarins fyrir rúmum mánuði og þá var veðrið fínt en skyndilega fór að snjóa og það ekkert smá. Brent kemst því ekkert á bílnum sínum.

Hann hefur þó nóg að bíta og brenna því hann hefur einfaldlega brætt snjó til að hafa drykkjarvatn og hann er með mikið af geymsluþolnum mat með sér. En það sem hann hefur mestar áhyggjur af eru reimleikar í bænum.

„Ég hef heyrt undarleg hljóð og bók datt úr hillunni um daginn án þess að nokkur eðlileg skýring væri á því.“

Sagði Brent sem finnst honum þó ekki ógnað af illum öndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti