fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Sama þróun víða varðandi COVID-19 – „Þetta bendir til að eitthvað sé að gerast“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. apríl 2020 06:59

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þeim ríkjum, sem hafa orðið verst úti af völdum COVID-19 faraldursins, sést nú ákveðin þróun sem gefur tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Eitthvað er að gerast segir prófessor í örverufræði.

Í gær hafði verið staðfest að um 2,4 milljónir manna hefðu smitast af veirunni um heim allan. Rúmlega 163.000 höfðu þá látist af hennar völdum.

TV2 hefur eftir Ørjan Olsvik, prófessor í örverufræði við háskólann í Tromsø, að hægt sé að nota margar tölur til að sjá útbreiðslu veirunnar. Hann lagði áherslu á að fyrrgreindar tvær tölur komi ekki samhliða.

„Fyrst verður þú veikur, síðan verður þú alvarlega veikur, síðan deyrðu. Andlátin koma oft 10 til 14 dögum eftir að veikindin verða alvarleg.“

Það þýðir að þeir sem deyja af völdum veirunnar þessa dagana veiktust alvarlega fyrir um tveimur vikum.

Vegna mismunandi aðferðafræði á milli ríkja heims og hversu mikill munur er á fjölda þeirra sem sýni eru tekin úr er ekki hægt að bera saman fjölda smitaðra á milli landa sagði Olsvik. Betra sé að horfa á fjölda þeirra sem þarfnast innlagnar á sjúkrahús og þeirra sem þarf að setja í öndunarvél.

„Að lokum kemur talan sem sýnir hversu margir látast. Hún er nákvæm.“

Sagði hann.

Hvað varðar dánartölur þá hafa þær farið lækkandi síðustu daga í þeim fimm löndum sem verst hafa orðið úti í faraldrinum en það eru Bandaríkin, Spánn, Ítalía, Frakkland og Bretland.

Olsvik sagði erfitt að spá fyrir um hvort þessi þróun haldi áfram eða hvort tölurnar muni hækka á nýjan leik. Ekki sé hægt að útiloka að ný bylgja smita ríði yfir.

Hann sagði að margir þættir geti valdið því að ástandið fer batnandi. Margir hafi hugsanlega smitast og fengið væg einkenni og séu nú ónæmir, þar með fækki þeim sem geta smitast. Það sé vonandi að þetta hafi gerst en það sé ekki vitað.

Aðspurður hvort fólk þurfi áfram að sýna ýtrustu aðgæslu vegna veirunnar sagði Olsvik að hann sjái ekki að fólk þurfi að sýna ýtrustu aðgæslu öllum stundum.

„En það að færri smitast er betra en að fleiri smitist. Þetta bendir til að eitthvað sé að gerast, að minnsta kosti í stórum hluta Evrópu og kannski líka í Bandaríkjunum.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til