fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Dýrkeypt ferðalag – Enginn má yfirgefa eyjuna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. apríl 2020 06:02

Frá Saaremaa. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir blakleikir reyndust íbúum og gestum eistnesku eyjunnar Saaremaa dýrkeyptir. Enginn fær nú að koma til eyjunnar eða fara frá henni. Talið er að COVID-19 faraldur á eyjunni hafi farið af stað vegna óheppilegrar blöndu kampavínshátíðar, alþjóðlegs baráttudags kvenna og heimsóknar blakliðs frá Mílanó á Ítalíu. Eyjan er nú sá staður í Eistlandi sem verst hefur farið út úr faraldrinum. Þar hafa fleiri smit verið staðfest en nokkursstaðar annarsstaðar í Eistlandi.

Í því samhengi er rétt að hafa í huga að í Saare amti, þar sem eyjan Saaremaa og nokkrar aðrar eyjar eru, búa 33.000 manns en í Harju amti, sem nær meðal annars yfir höfuðborgarsvæðið, búa rúmlega 580.000 manns. Err.ee skýrir frá þessu.

Eins og áður sagður hefur verið lokað fyrir komur og brottfarir frá eyjunni nema í algjörum undantekningartilfellum. Ein af gildum undantekningum er til dæmis að fólk þarf á læknismeðferð að halda vegna COVID-19 smits. Vegna fjölda smita á eyjunni, þar sem aðeins eitt sjúkrahús er, hafa margir af hinum smituðu verið fluttir á sjúkrahús á meginlandinu.

Fyrir helgi var búið að staðfesta 500 smit í Saare amti en Edward Laane, yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Sarremaa, sagði í samtali við BBC að um helmingur íbúa eyjunnar væri líklega smitaður. Búast megi við að leggja þurfi þúsund manns inn á sjúkrahús á næstu dögum vegna þessa. Á sjúkrahúsi eyjunnar eru aðeins 149 rúm.

Talið er að tveir blakleikir, 4. og 5. mars hafi verið kveikjan að faraldrinum. Þá kom blaklið Powervolley Milano til eyjunnar til að spila tvo leiki gegn Saaremaa VK. Um 1.000 manns mættu til að fylgjast með leikjunum.

Viku síðar kom í ljós að COVID-19 veiran hafði verið með í för en þá veiktust tveir áhorfendur og síðan fylgdu veikindi hjá leikmönnum beggja liða, þjálfurum og dómurum.

Þann 7. mars söfnuðust eyjaskeggjar aftur saman en nú var það kampavínshátíð sem dró þá að. BBC segir að talið sé að þar hafi veiran einnig dreifst. Daginn eftir var alþjóðlegur baráttudagur kvenna en samkvæmt frétt err.ee heimsóttu fleiri fjölskyldur sínar, en venja er, á þessum degi og það gæti hafa ýtt enn frekar undir smit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún