fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Yngsta fórnarlamb COVID-19 í Evrópu var sent heim til að deyja

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 06:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yngsta fórnarlamb COVID-19 faraldursins í Evrópu er 12 ára belgísk stúlka sem lést í vikunni. Stúlkan hét Rachel og var frá Ghent. Móðir hennar fór með hana til læknis þegar hún fékk hita. Læknirinn taldi hitann vera ofnæmisviðbrögð og sendi hana heim og lét hana fá lyf til að takast á við hitann.

Samkvæmt frétt The Sun þá sagði læknirinn móður stúlkunnar að „það væri útilokað“ að hún væri smituð af COVID-19.

Ástand Rachel fór síversnandi eftir að hún kom heim og á mánudagsmorguninn átti hún erfitt með að ná andanum. Móðir hennar, sem er frá Gana, hringdi í neyðarlínuna en tungumálaörðugleikar urðu til þess að neyðarvörðurinn skildi ekki hvað hún átti við. Símtalið endaði síðan án þess að sjúkrabíll væri sendur af stað. Neyðarverðir náðu síðan ekki sambandi við móðurina þrátt fyrir að hafa reynt að hringja þrisvar í hana. Einnig var hlustað á upptöku af símtalinu en neyðarverðir skildu ekki enn hvað móðirin var að biðja um.

Lögreglan var send að heimili mæðgnanna en þá var fjölskylduvinur farinn með Rachel á sjúkrahús þar sem hún lést.

Systir hennar segir að hún hafi „ekki verið í forgangi“ með meðferð við COVID-19 vegna aldurs hennar.

„Rachel var heilbrigð. Belgísk yfirvöld verða að byrja að taka sýni úr ungu fólki. Það er eina leiðin til að bjarga börnum eins og Rachel.“

Sagði systirin í samtali við Het Niuwsblad.

Skólum hafði verið lokað í Belgíu þegar Rachel veiktist og ekki er vitað hvar eða hvernig hún smitaðist af veirunni. Enginn úr fjölskyldu hennar hefur sýnt einkenni sjúkdómsins og sýni hafa ekki verið tekin úr fólkinu.

Að minnsta kosti 14.000 smit hafa verið staðfest í Belgíu til þessa og rúmlega 800 manns hafa látist af völdum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn