fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 22:00

Strangtrúaðir gyðingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bænahúsum hefur verið lokað í Ísrael og fólk þarf að halda sig fjarri öðru fólki. En strangtrúaðir gyðingar þvertaka fyrir að fara eftir þessu og því þarf kannski ekki að koma á óvart að þeir eru sá þjóðfélagshópur í Ísrael þar sem flestir smitast.

Ísraelskir óeirðalögreglumenn hafa dögum saman lent í hörðum átökum við strangtrúaða gyðinga sem fylgja ekki fyrirmælum yfirvalda varðandi COVID-19. Lögreglumenn nota þyrlur og dróna til að fylgjast með strangtrúuðum gyðingum í hverfum þeirra en þar breiðist sjúkdómurinn hraðar út en í öðrum hlutum landsins. Úr þyrlum óma fyrirskipanir:

„Verið heima!“

Fyrir nokkrum dögum tóku mörg hundruð manns þátt í útför þekkts rabbína í bænum Bnei Brak sem er nærri Tel Aviv. Þeir virtu fyrirmæli yfirvalda um að ekki megi fleiri en 20 mæta til útfara að engu sem og að fólk eigi að hafa tvo metra á milli sín.

Þetta varð til þess að fjöldi fólks hefur fordæmt framgöngu hinna strangtrúuðu sem mættu í útförina. Á meðal gagnrýnenda eru áhrifamenn úr samfélagi þeirra, þar á meðal Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra, sem hefur beðið Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, um að láta girða bæinn af. Ríkisstjórnin segist vera að íhuga að girða bæinn af.

Um 5.000 manns hafa greinst með COVID-19 síðan í febrúar og 17 hafa látist af völdum veirunnar.

Samkvæmt fréttum ísraelskra fjölmiðla er helmingur hinna smituðu strangtrúaðir gyðingar en þeir eru aðeins um tíu prósent heildarmannfjöldans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“