43.000 bandarískir milljónamæringar eiga von á góðri fjárhagsaðstoð frá ríkissjóði vegna COVID-19 faraldursins. Milljónir samlanda þeirra fá mun minna frá ríkinu eða sem svarar til tæplega 200.000 íslenskra króna.
En efnafólkið fær að meðaltali sem svarar til um 240 milljóna íslenskra króna að sögn The Guardian. Ástæðan er „smuga“ í skattalöggjöfinni frá 2017 sem veitir fyrirtækjaeigendum tækifæri til að minnka skattbyrði sína mikið.