Samkvæmt ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar má aðeins fara úr landi ef brýna nauðsyn ber til og það átti ekki við í tilfelli þessara Norðmanna því þeir fóru yfir til Svíþjóðar til að versla sem telst ekki beint nauðsynlegt þótt verðlag sé töluvert lægra í Svíþjóð.
Norska lögreglan hefur ekki tekið upp fast eftirlit við allar landamærastöðvar en þeir sem voru nappaðir fóru yfir landamærin á stöðum þar sem lögreglan er með fasta viðveru.
Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að margir hafi afsakað sig með að „ég ætlaði bara . . .“.