fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Þetta er veiran sem yfirvöld óttast meira en COVID-19 – Allt að 77% dánartíðni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 05:50

Nipah-veira. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur, kórónuveira, COVID-19. Þetta eru líklega þau orð sem eru einna mest notuð þessa dagana í fréttum. Ástæðan er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar COVID-19 sem nú gengur yfir heiminn. Tugir þúsunda hafa látist af völdum veirunnar, um tvær milljónir smita hafa greinst, heilu samfélögin eru lokuð og efnahagslífið á í vök að verjast. En það er til önnur veira sem sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO óttast enn meira en COVID-19.

Margir muna eflaust eftir miklum áhyggjum víða um heim vegna svínainflúensu, SARS og MERS sjúkdómanna. Það tókst þó vel að glíma við þá og ná tökum á þeim og koma í veg fyrir heimsfaraldra. Það hefur ekki gengið eins vel með COVID-19 veiruna sem er nú heimsfaraldur.

En eins og áður sagði þá er til annar sjúkdómur sem sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO óttast enn meira en COVID-19. Það er Nipah-veiran sem var fyrst staðfest í Malasíu 1999. Fram til 2016 komu upp staðbundnir faraldrar í Malasíu, Singapore, á Filippseyjum, í Bangladess og á Indlandi. Þrátt fyrir að um staðbundna faraldra hafi verið að ræða hefur Nipah alla burði til að valda stórum faröldum segir norska landlæknisembættið.

Fram að þessu hafa aðeins um 500 manns smitast af veirunni sem berst meðal annars með ávaxtaleðurblökum. Svín éta skít þeirra og berst veiran síðan úr svínum í menn.

„Í Nepal gátum við rannsakað þegar Nipah-veiran barst úr skít og þvagi leðurblaka, sem héngu í trjám, í svín sem gengu fyrir neðan.“

Sagði bandaríski vísindamaðurinn Tracey Goldstein í samtali við Expressen.

Svín fá mild einkenni af völdum veirunnar en fólk verður mun veikara. Samkvæmt tölum frá WHO er dánartíðnin af völdum veirunnar á milli 40 og 75 prósent.

Nipah-veiran getur valdið banvænni heilahimnubólgu því hún ræðst á miðtaugakerfið. Margir missa meðvitund nokkrum dögum eftir smit.

WHO sagði 2018 að Nipah-veiran væri sjúkdómur sem þurfi að leggja áherslu á í rannsóknum. Ekkert bóluefni er til við veirunni né lækning en unnið er að þróun bóluefnis gegn henni á vegum CEPI. Á heimasíðu CEPI kemur fram Nipah-veiran hafi alla líffræðilega burði til að verða mikil ógn við heimsbyggðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum