Þetta sagði hann nýlega í samtali við BBC þar sem hann gagnrýndi þjóðarleiðtoga.
„Mjög fá ríki munu fá hæstu einkunn fyrir viðbrögð og aðgerðir við faraldrinum.“
Gates hætti nýlega í stjórn Microsoft, sem hann stofnaði ásamt Paul Allen árið 1975, til að geta varið meiri tíma í ýmis mannúðarstörf tengd heilbrigði og menntun.
Gates sagði í viðtalinu að hugsanlega séu 18 mánuðir í að bóluefni gegn COVID-19 verði tilbúið til notkunar.
„Það hefði átt að gera meira til að undirbúa baráttu við heimsfaraldur.“
Sagði hann en Gates varaði við hættunni á heimsfaraldri, á borð við þann sem nú geisar, í Ted Talk fyrirlestri árið 2015. Þá sagði hann að tími væri kominn til að skipuleggja rannsóknir á bóluefnum og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks ef ný veira myndi herja á heimsbyggðina.
„Ef eitthvað drepur rúmlega 10 milljónir manna á næstu áratugum verður það líklega mjög smitandi veira frekar en stríð. Við höfum eytt miklu fé í kjarnorkuvopn til fælingar en við höfum raunar fjárfest mjög lítið í kerfi til að stöðva heimsfaraldur. Við erum ekki undir slíkan faraldur búin.“
Sagði hann meðal annars.