Einn sjúklingurinn á deildinni hans var gjörgæsluhjúkrunarfræðingur af deildinni hans.
„Það tekur á sálina að sjá vinnufélaga berjast fyrir lífi sínu.“
Sagði hann og bætti við:
„Við vorum líka með 13 ára pilt sem fjölskyldan var ekki hjá þegar hann lést. Hann fékk ekki að kveðja.“
Hann sagði að veiran væri algjörlega ófyrirsjáanleg og að margir sem verða henni að bráð séu ungir og heilbrigðir.
„Við vorum með mann á fertugsaldri sem lést þegar við ætluðum að fara að útskrifa hann. Við höldum að hann hafi fengið blóðtappa í lungun.“