fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

WHO spáir því að munnbindi verði normið í framtíðinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 21:30

Er þetta nýja normið? Mynd:Peter Griffin/publicdomainpictures.net

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Nabarro, talsmaður viðbragðshóps kórónuveiru hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO, segir að í náinni framtíð verði það ekki skrýtið að sjá fólk með munnbindi, andlitsgrímur eða annan hlífðarbúnað á almannafæri. Þetta muni eiga við á meðan veiran er hluti af hinu daglega lífi okkar.

Nabarro sagði þetta í viðtali í þættinum Today hjá BBC Radio 4.

„Já, við munum neyðast til að nota andlitsgrímur. Já, það verður nauðsynlegt að halda félagslegri fjarlægð frá öðru fólki. Og já, við verðum að vernda hina veikburða.“

Sagði hann þegar hann ræddi um sýn sína á framtíðina í heimi sem er nú í greipum kórónuveiru. Hann sagði að almenningur og stjórnvöld verði að sætta sig við að eins og staðan er núna sé veiran komin til að vera.

„Þessi veira hverfur ekki bara og við vitum ekki hvort þeir sem hafa nú þegar sýkst verða áfram ónæmir og við vitum heldur ekki hvenær bóluefni verður tilbúið.“

Sagði hann og hvatti samfélög heims til að laga sig að nýjum veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum