Nabarro sagði þetta í viðtali í þættinum Today hjá BBC Radio 4.
„Já, við munum neyðast til að nota andlitsgrímur. Já, það verður nauðsynlegt að halda félagslegri fjarlægð frá öðru fólki. Og já, við verðum að vernda hina veikburða.“
Sagði hann þegar hann ræddi um sýn sína á framtíðina í heimi sem er nú í greipum kórónuveiru. Hann sagði að almenningur og stjórnvöld verði að sætta sig við að eins og staðan er núna sé veiran komin til að vera.
„Þessi veira hverfur ekki bara og við vitum ekki hvort þeir sem hafa nú þegar sýkst verða áfram ónæmir og við vitum heldur ekki hvenær bóluefni verður tilbúið.“
Sagði hann og hvatti samfélög heims til að laga sig að nýjum veruleika.