fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Lést af völdum COVID-19 – Eiginkonan lék brúðkaupslagið þeirra á banastundinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 07:00

Maura og Joe Lewinger. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok mars lést Joe Lewinger, 42 ára, af völdum COVID-19 veirunnar. Fjölskylda hans gat ekki verið hjá honum á banastundinni og gat eiginkona hans, Maura, aðeins verið í sambandi við hann á Facetime.

Í samtali við CNN sagði hún að Joe hafi verið ástríkur og góður eiginmaður sem hafi skrifað henni ástarbréf á hverjum morgni og sett í nestisboxið.

„Hann hugsaði alltaf um mig, náði í kaffi fyrir mig og hjálpaði mér á allan hátt.“

Maura sagði að vegna reglna um einangrun og að fólk verði að halda ákveðinni fjarlægð þegar COVID-19 smit er staðfest hafi hún ekki getað verið hjá honum á banastundinni á sjúkrahúsinu. Allt þetta valdi því að þetta sé svolítið óraunverulegt í hennar huga.

„Einmitt núna, að hitta engan, þá er þetta stundum eins og hann sé í vinnunni.“

Sagði hún.

Joe var aðstoðarskólastjóri í menntaskóla á Long Island og þjálfari körfuboltaliðs skólans.

Hann var ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma þegar hann varð veirunni að bráð. Í upphafi var um mild einkenni að ræða og lágan hita. En skyndilega hækkaði hitinn mikið og hann átti erfitt með að anda. Maura sagði að síðustu daga Joe hafi þau nánast verið á Facetima allan sólarhringinn, hún hafi reynt að róa hann og koma í veg fyrir að honum fyndist hann vera einmana.

Læknar reyndu allt sem þeir gátu til að bjarga lífi hans en það tókst ekki. Maura fékk þá til að tengja FaceTime þegar þeir tilkynntu henni að líf Joe væri að fjara út.

„Ég þakkaði honum fyrir að vera frábær eiginmaður, fyrir að elska mig dag hvern.“

Síðan sagði læknirinn henni að hjarta Joe væri hætt að slá.

„Ég lék brúðkaupslagið okkar fyrir hann. Síðan var þessu lokið.“

Sagði Maura sem stendur eftir sem ekkja með þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“