fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Leggur til að fólk hætti algjörlega að heilsast með handabandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 15:05

Heyrir þetta sögunni til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, helsti ráðgjafi Bandaríkjastjórnar um viðbrögð við COVID-19 faraldrinum, vill helst að fólk hætti algjörlega að heilsast með handabandi. Þetta vill hann gera til að draga úr smithættu.

Eitt það fyrsta sem yfirvöld í mörgum ríkjum ráðlögðu fólki til að draga úr smithættu var einmitt að hætta að heilsast með handabandi. Fauci vill gjarnan að þessu verði haldið áfram þegar byrjað verður að opna heilu samfélögin á nýjan leik.

Fauci er forstjóri bandarísku ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunarinnar. Í hlaðvarpi The Wall Street Journal sagði hann að þegar byrjaði verði hægt og rólega að opna samfélagið á nýjan leik eigi ekki að hoppa beint út í laugina með báða fætur. Það þurfi að spyrja hvaða aðgerða sé hægt að grípa til á leiðinni að því að gera ástandið venjulegt. Ein þeirra sé að þvo sér oft um hendurnar og hitt sé að heilsa aldrei með handabandi.

„Ef ég á að vera fullkomlega heiðarlegur finnst mér að við ættum aldrei aftur að heilsast með handabandi. Það myndi ekki bara draga úr kórónuveirusmiti heldur einnig draga mikið úr inflúensutilfellum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla