Eitt það fyrsta sem yfirvöld í mörgum ríkjum ráðlögðu fólki til að draga úr smithættu var einmitt að hætta að heilsast með handabandi. Fauci vill gjarnan að þessu verði haldið áfram þegar byrjað verður að opna heilu samfélögin á nýjan leik.
Fauci er forstjóri bandarísku ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunarinnar. Í hlaðvarpi The Wall Street Journal sagði hann að þegar byrjaði verði hægt og rólega að opna samfélagið á nýjan leik eigi ekki að hoppa beint út í laugina með báða fætur. Það þurfi að spyrja hvaða aðgerða sé hægt að grípa til á leiðinni að því að gera ástandið venjulegt. Ein þeirra sé að þvo sér oft um hendurnar og hitt sé að heilsa aldrei með handabandi.
„Ef ég á að vera fullkomlega heiðarlegur finnst mér að við ættum aldrei aftur að heilsast með handabandi. Það myndi ekki bara draga úr kórónuveirusmiti heldur einnig draga mikið úr inflúensutilfellum.“