Í viðtalinu sagði drottningin að samfélagið ætti ekki að fara í „panik“ út af loftslagsbreytingunum.
„Þetta skiptir sannarlega miklu máli og það er mikilvægt að veita þessu athygli. En samt . . . að fara í panik er svo slæm aðferð til að takast á við vandamálin. Það gengur ekki. Það á maður ekki að gera.“
Hún sagðist ekki sjá „miklar hörmungar“ framundan og sagði það byggjast á því að hún hafi í gegnum lífið haft mikinn áhuga á sagnfræði og ekki síst sögu fornalda.
„Þá býr maður yfir löngum sjónarhóli og þá veit maður að hlutirnir breytast. Maður veit líka að loftslagið hefur breyst og breytist stöðugt.“
Þegar hún var spurð hvort hún tæki sér stöðu með vísindunum þegar þau segja að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum svaraði hún:
„Fólk á hlut að máli varðandi loftslagsbreytingarnar, það er enginn vafi á því. En hvort þær séu bein afleiðing af mannanna verkum það er ég ekki viss um.“