fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Danadrottning ekki sannfærð um að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 10:05

Margrét er að reykja eftir að hafa verið stórreykingakona í 66 ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Þórhildur Danadrottning er „ekki algjörlega sannfærð um“ að loftslagsbreytingarnar séu bein afleiðing verka okkar mannanna. Þetta kemur fram í viðtali við hana sem birtist í dagblaðinu Politiken um páskana. Rætt var við drottninguna í tilefni af áttræðisafmæli hennar sem er þann 16. apríl.

Í viðtalinu sagði drottningin að samfélagið ætti ekki að fara í „panik“ út af loftslagsbreytingunum.

„Þetta skiptir sannarlega miklu máli og það er mikilvægt að veita þessu athygli. En samt . . . að fara í panik er svo slæm aðferð til að takast á við vandamálin. Það gengur ekki. Það á maður ekki að gera.“

Hún sagðist ekki sjá „miklar hörmungar“ framundan og sagði það byggjast á því að hún hafi í gegnum lífið haft mikinn áhuga á sagnfræði og ekki síst sögu fornalda.

„Þá býr maður yfir löngum sjónarhóli og þá veit maður að hlutirnir breytast. Maður veit líka að loftslagið hefur breyst og breytist stöðugt.“

Þegar hún var spurð hvort hún tæki sér stöðu með vísindunum þegar þau segja að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum svaraði hún:

„Fólk á hlut að máli varðandi loftslagsbreytingarnar, það er enginn vafi á því. En hvort þær séu bein afleiðing af mannanna verkum það er ég ekki viss um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“