fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Orkufyrirtæki og bjórframleiðandi í samvinnu – Framleiða 1,4 milljónir lítra af handspritti á viku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 22:00

Notar þú handspritt? Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski bjórframleiðandinn Carlsberg og orkufyrirtækið Ørsted hafa nú tekið höndum saman um framleiðslu á handspritti. Carlsberg mun breyta stórum hluta af framleiðslu sinni í brugghúsinu í Fredericia og hefja framleiðslu á alkóhóli, sem er einn stærsti hlutinn af handspritti, í stað bjórs.

Tankbílar Carlsberg munu því ekki aka með freyðandi bjór á næstunni heldur alkóhól sem á að breyta í handspritt. 10 tankbílar munu nú aka allan sólarhringinn með alkóhól til Kalundborg þar sem handsprittið verður framleitt í fyrrum sýningarstöð Ørsted.

Mikkel Laust Broe, bruggmeistari í brugghúsi Carlsberg í Fredericia, segir að fyrirtækið hafi nú um hríð lagt sitt af mörkum til margra minni verkefna þar sem handspritt er framleitt en nú verði byrjað með mun stærra og umfangsmeira verkefni í samvinnu við stóra aðila.

Stefnt er á framleiðslu 1,4 milljóna lítra af handspritti á viku. Carlsberg Fonden og Novo Fonden styrkja verkefnið fjárhagslega og hafa lagt sem nemur tæpum 400 milljónum íslenskra króna í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár