fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Orkufyrirtæki og bjórframleiðandi í samvinnu – Framleiða 1,4 milljónir lítra af handspritti á viku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 22:00

Notar þú handspritt? Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski bjórframleiðandinn Carlsberg og orkufyrirtækið Ørsted hafa nú tekið höndum saman um framleiðslu á handspritti. Carlsberg mun breyta stórum hluta af framleiðslu sinni í brugghúsinu í Fredericia og hefja framleiðslu á alkóhóli, sem er einn stærsti hlutinn af handspritti, í stað bjórs.

Tankbílar Carlsberg munu því ekki aka með freyðandi bjór á næstunni heldur alkóhól sem á að breyta í handspritt. 10 tankbílar munu nú aka allan sólarhringinn með alkóhól til Kalundborg þar sem handsprittið verður framleitt í fyrrum sýningarstöð Ørsted.

Mikkel Laust Broe, bruggmeistari í brugghúsi Carlsberg í Fredericia, segir að fyrirtækið hafi nú um hríð lagt sitt af mörkum til margra minni verkefna þar sem handspritt er framleitt en nú verði byrjað með mun stærra og umfangsmeira verkefni í samvinnu við stóra aðila.

Stefnt er á framleiðslu 1,4 milljóna lítra af handspritti á viku. Carlsberg Fonden og Novo Fonden styrkja verkefnið fjárhagslega og hafa lagt sem nemur tæpum 400 milljónum íslenskra króna í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim