AFP skýrir frá þessu. Fram kemur að Tedros hafi skýrt frá þessu á upplýsingafundi í gær þar sem hann fór yfir stöðu mála hvað varðar heimsfaraldurinn. Hann sagði að vegna þess hversu þétt heimurinn er samofinn verði viðvarandi hætta á að faraldurinn blossi upp á nýjan leik á meðan bóluefni er ekki til staðar. Það sé því nauðsynlegt að finna upp öruggt og virkt bóluefni til að stöðva útbreiðsluna algjörlega.
WHO segir að dánartíðnin af völdum COVID-19 sé mun hærri en af völdum svínainflúensunnar, einnig þekkt sem H1N1, sem geisaði 2009.
„Við vitum að COVID-19 dreifir sér hratt og við vitum að veiran er banvæn. Tíu sinnum banvænni er faraldurinn 2009.“
Sagði Tedros.
Nú hafa um 115.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið skráð um allan heim