fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Skýra frá nýjum sjúkdómseinkennum COVID-19 – „Ég er líka með þetta! Ég get ekki lýst þessu“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. apríl 2020 22:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hiti, hósti, höfuðverkur og öndunarörðugleikar eru vel þekkt einkenni COVID-19. Einnig hafa sumir misst lyktar- og bragðskyn. Nú hafa margir sjúklingar skýrt frá einkennum sem ekki hefur verið rætt um áður.

Samkvæmt frétt New York Post þá hafa margir sjúklingar lýst titrandi tilfinningu í húðinni. Einn þeirra er eiginmaður Tarana Burnes, sem var áberandi í #MeToo-hreyfingunni, en hún lýsti þessu á Twitter:

 „Auk hita var hann með svolítið sem við höfðum ekki lesið um, viðkvæma húð. Honum fannst húðin vera að brenna – þrátt fyrir að hann væri varla með hita. Við notuðum aloe vera, sem er ætlað á sólbruna, til að lina þjáningarnar.“

Þetta er ekki óþekkt einkenni fyrir marga bandaríska lækna að sögn Daniel Griffin, sem annast COVID-19 sýkta sjúklinga í New York. Hann sagðist ekki vita hvort það væri veiran sjálf sem veldur þessu eða viðbrögð líkamans. Hann sagði einnig að hugsanlega væru þetta einkenni áfallastreitu hjá sjúklingum sem hafa þurft að vera í öndunarvél.

„Fólk er vant að vera veikt og hressast eftir nokkra daga. Þessi veira hefur enn meira í för með sér, gríðarlega þreytu. Það er uppvakningalíkt ástand þar sem allt er í þoku og augu sjúklingana eru algjörlega tóm og þeir eru ekki upp á sitt besta.“

Hann sagði jafnframt að enn viti læknar ekki hversu algengt það er að sjúklingar finni fyrir þessari undarlegu tilfinningu í húðinni en á Twitter skýra margir frá álíka upplifun.

„Ég er enn með einkenni COVID sem læðast að mér. Það er erfitt að útskýra þessa óvenjulegu tilfinningu í sumum líkamshlutum. Mér líður vel en er af og til algjörlega örmagna og er meðvitaður um hættuna.“

Skrifaði enski rithöfundurinn Peter Jukes.

Aðrir skrifa meðal annars:

„Ég er líka með þessa undarlegu tilfinningu í húðinni. Þetta er svo undarlegt. Hef fundið fyrir þessu frá fyrsta degi. Nú er tuttugasti dagurinnn. Það er eins og húðin sé rafmögnuð. Dóttir mín fann einnig fyrir þessu.“

„Ég er líka með þetta! Ég get ekki lýst þessu, þetta er eins og það fljúgi suðandi býflugur inni í húðinni, einhverskonar rafmögnuð tilfinning. Þetta er hræðilegt!“

„Ég hélt að suðið og titringurinn væri bara einhver ímyndun. Svo mörg skrýtin einkenni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“