Jahn Teigen, sem tók alls 14 sinnum þátt í norsku undankeppninni fyrir söngvakeppnina, hefur meðal annars leikið í söngleikjum og kvikmyndum og stjórnað sjónvarpsþáttum. Hann gaf út meira en 40 plötur á ferlinum og meira en 60 smáskífur. Samkvæmt norska dagblaðinu Dagbladet, var Jahn Teigen einn af þekktustu og elskuðustu listamönnum Noregs. Hann lést á sjúkrahúsinu í Ystad á Skåne á mánudag í síðustu viku.
Hér má sjá framlag Jahn Teigen frá 1978, sem hann fékk 0 stig fyrir.