fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Naktar konur, unglingsstúlkur og nektarmyndir – Nýbirt myndband af heimili Jeffrey Epstein

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 07:01

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Naktar konur, unglingsstúlkur og rassamyndir á veggjum. Þetta er meðal þess sem sést í myndbandi sem lögreglan í Palm Beach á Flórída birti nýlega. Í myndbandinu sýnir lögreglan úr hverju hún hefur þurft að vinna í tengslum við ásakanir á hendur Epstein um að hafa beitt unglingsstúlkur kynferðislegu ofbeldi og beinlínis að hafa selt þær í vændi.

Hægt er að horfa á myndbandið á vef news.com.au. Í því sést að heimili Epstein virðist, að minnsta kosti að hluta, hafa verið innréttað eins og vændishús. Bleikt veggfóður, rauðleit birta, mikið af nektarmyndum og kynlífsleikföngum.

Epstein viðurkenndi árið 2005 að hafa beitt 14 ára stúlku kynferðislegu ofbeldi. Hann samdi við saksóknara og slapp með 13 mánaða fangelsisdóm sem hann fékk að afplána við sérstaklega góðar aðstæður.

Í júlí á síðasta ári voru nýjar ásakanir settar fram á hendur Epstein og var hann handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa komið barnaníðingshring á laggirnar þar sem hann seldi barnungar stúlkur í vændi og beitti þær sjálfur kynferðislegu ofbeldi.

Epstein fyrirfór sér í fangelsinu í ágúst á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum