Um er að ræða hinn 58 ára gamla leikara og söngvara Thorsten Flinck en hann er velþekktur í Svíþjóð og nýtut mikilla vinsælda. Ástæðan fyrir brottvísun hans úr keppninni er að dómsmál er nú rekið á hendur honum. Hann er ákærður fyrir að ráðist að bíl konu, sem ökumaður bíls sem Flinck var farþegi í, hafði skömmu áður tekið framúr. Konan flautaði á þá á meðan á framúrakstrinum stóð og fór það illa í Flinck og ökumanninn. Þeir stöðvuðu og réðust að bíl konunnar, lömdu hann og höfðu í hótunum við hana.
En þetta þykir varpa skugga á virðuleika keppninnar og því fær Flinck ekki að taka þátt. Lagið sem hann átti að flytja fær þó að vera með og mun annar söngvari flytja það á laugardaginn.