fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Pressan

Morðingi handtekinn eftir 26 ár á flótta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 19:00

Nancy Vargas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 26 árum skilaði Nancy Mestre Vargas sér ekki heim úr áramótafögnuði. Hún bjó í Kólumbíu. En nú má segja að réttvísin hafi náð fram að ganga því nýlega var morðingi hennar og nauðgari, Jaime Saade Cormane, handtekinn en hann var eftirlýstur á alþjóðavettvangi.

Cormane, sem nú er 57 ára, var handtekinn af brasilísku lögreglunni í Belo Horizonte í suðausturhluta landsins. Interpol skýrir frá þessu í fréttatilkynningu. Hann hafði verið á flótta undan löngum armi laganna síðan um áramótin 1993-1994 þegar hann myrti Vargas. Hann hafði notast við falskt nafn öll þessi ár og haldið sig í Brasilíu.

Vargas, sem var 18 ára þegar hún var myrt, var flutt á sjúkrahús í Barranquilla í Kólumbíu að morgni nýársdags 1994. Hún var með skotsár á höfði. Ekki tókst að bjarga lífi hennar. Hún hafði farið í áramótagleðskap með Cormane sem hafði fengið leyfi foreldra hennar til að taka hana með í glepskapinn. Hann var töluvert eldri en hún, eða 31 árs, og var fjölskylduvinur segir í umfjöllun El Periodico.

Jaime Saade Cormane

Þegar Vargas skilaði sér ekki heim um morguninn fór faðir hennar að leita að henni. Hann frétti að hún hefði lent í slysi og hefði verið flutt á sjúkrahús. Hann fór þangað og hitti Cormane sem sagði honum að hún hefði skotið sig sjálfa í höfuðið. Lögreglan komst þó fljótlega á þá skoðun að þetta ætti ekki við rök að styðjast.

Nokkrum árum síðar var Cormane dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað Vargas og myrt. Dómurinn var kveðinn upp að honum fjarverandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann vann glæsilegan sigur en það var upphafið að þjáningum hans

Hann vann glæsilegan sigur en það var upphafið að þjáningum hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofurbyssa Hitlers var algjör martröð

Ofurbyssa Hitlers var algjör martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar NASA klóra sér í kollinum varðandi tunglferðir og vandamálum þeim tengdum

Sérfræðingar NASA klóra sér í kollinum varðandi tunglferðir og vandamálum þeim tengdum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Höfðu ekki verið dag án hvors annars í 35 ár – Svo kom stormurinn sem ástin gat ekki veðrað

Höfðu ekki verið dag án hvors annars í 35 ár – Svo kom stormurinn sem ástin gat ekki veðrað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegar tekjur af „All I Want For Christmas Is U“

Ótrúlegar tekjur af „All I Want For Christmas Is U“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós