fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Hyggjast endurreisa draugabæ á þekktum sumarleyfisstað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 22:00

Varosha. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir yfirgefinna hótela, langar hvítar sandstrendur og gaddavírsgirðingar sem loka fyrir allt aðgengi að paradísinni. Þannig hefur ástandið verið í kýpverska bænum Varosha í 46 ár eða allt frá því að Tyrkir réðust inn á Kýpur og hertóku helming eyjunnar en hún var undir grískum yfirráðum áður. En nú stefnir í að opnað verði fyrir aðgang fólks að Varosha á nýjan leik.

Á laugardaginn hittust embættismenn frá norðurhluta Kýpur (tyrkneska hlutanum) og tyrkneskra stjórnvalda til að ræða hvort ekki sé hægt að opna Varosha aftur. Varosha var áður fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á eyjunni og fræga og ríka fólkið flykktist þangað til að sleikja sólina. En þegar Tyrkir réðust inn á Kýpur flúðu bæjarbúarnir 39.000 og síðan hefur bærinn verið sannkallaður draugabær. Hann hefur verið afgirtur og enginn hefur mátt koma þar nema tyrkneskir hermenn.

Fuat Oktay, forsætisráðherra Tyrklands, telur að sögulegt tækifæri felist í að endurlífga bæinn og það geti styrkt efnahagslífið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana