Það verður því nóg að gera hjá Boeing á næstunni við að framleiða vélarnar fyrir Ryanair en Max vélarnar hafa að mestu staðið á jörðu niðri síðan í mars á síðasta ári þegar þær voru kyrrsettar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa nú veitt þeim flugheimild á nýjan leik en það hafa evrópsk flugmálayfirvöld hins vegar ekki enn gert.
Á fréttamannafundi í Washington, þar sem Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, tilkynnti um kaupin sagði hann Boeing 737 Max vera frábærar vélar. Kaupverð vélanna er sem svarar til um 2.750 milljarða íslenskra króna.