fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Lítill drengur hruflaði hnén – Missti báða fætur í kjölfarið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 05:11

Beauden Baumkirchner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun október datt Beauden Baumkirchner, þriggja ára, af hjóli og hruflaði hnén. Ekki í frásögur færandi í sjálfu sér enda ekki óalgengt að svo ung börn detti og meiði sig aðeins. En þetta reyndist örlagaríkt því heilsu hans hrakaði hratt eftir þetta og hefur hann þurft að gangast undir 18 skurðaðgerðir og læknar hafa þurft að taka báða fæturna af honum.

Ástæðan er að sjaldgæf og illskeytt baktería komst í sárin. Segja læknar að það sé kraftaverk að hann sé á lífi í dag en hann losnaði af gjörgæsludeild um helgina.

Beauden var í fríi í San Diego í Kaliforníu með foreldrum sínum, Brian og Juliana, þegar hann datt af hjólinu. Fjölskyldan býr í Arizona „Það er versta martröð allra foreldra að vera algjörlega hjálparvana,“ sagði faðir hans í samtali við USA TODAY.

Beauden á sjúkrahúsinu.

Læknar vita ekki hvaðan bakterían, sem komst í sárin, kom. Hrufluð hnén virkuðu sem hlið fyrir eitraða bakteríuna til að komast inn í líkamann. Daginn eftir að Beauden hruflaði hnén fékk hann hita, var sljór og hélt um hnén að sögn foreldra hans. Daginn eftir átti hann erfitt með andardrátt og hitinn hafði ekki lækkað. Hnén voru bólgin.

Þau fóru með hann á sjúkrahús en þá voru fætur hans orðnir ískaldir og einnig var greinilegt að hann var með sýkingu í höndum. Hann var lagður inn á gjörgæsludeild þar sem hann var næstu tvo mánuðina.

Beauden á batavegi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann barðist fyrir lífi sínu dögum saman og þurfti að vera í öndunarvél um hríð. Læknar og foreldrar hans segja það kraftaverk að hann lifði af. „Hann átti ekki að geta lifað þetta af,“ sagði faðir hans.

Læknar segja að ónæmiskerfi Beauden hafi brugðist við bakteríunni með því að loka fyrir blóðflæði til handa og fóta til að geta varið mikilvægustu líffærin, sérstaklega heilann. Af þessum sökum varð að taka fótleggina af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga