India Today og The Guardian skýra frá þessu. Fram kemur að læknar hafi enga hugmynd um hversu margir hafa smitast í Eluru og því hafa indversk yfirvöld nú sent helstu sérfræðinga landsins í læknisfræði til Eluru.
„Sérhæfðir læknar vinna að því að finna upptök sjúkdómsins og við bíðum eftir niðurstöðum úr rannsóknarstofum. Þetta gæti stafað frá mat eða vatni og sjúkdómurinn getur kannski borist með lofti eða með vökva,“ sagði Jaganmohan Reddy, forsætisráðherra Andhra Pradesh þar sem Eluru er.
Hann staðfesti einnig að allir sjúklingarnir séu frá sama bænum og því óttist yfirvöld ekki að hann berist manna á milli. Allir sjúklingarnari hafa farið í kórónuveirusýnatöku en enginn greindist með veiruna og því er talið útilokað að COVID-19 komi við sögu.