Skipið er gert út af Royal Caribbeans sem hafði blásið til siglingarinnar undir heitinu „cruisetonowhere“ en skipið átti ekki að koma til hafnar í fjögurra daga siglingu sinni. Hún var hugsuð sem möguleiki fyrir fólk til að breyta til í miðjum kórónuveirufaraldrinum og njóta lífsins um borð.
Í tilkynningu frá Royal Caribbean segir að búið sé að ljúka fyrstu umferð smitrakningar og taka sýni úr öllum þeim sem áttu í samskiptum við smitaða farþegann. Enginn hafi greinst með smit. Nú hefjist önnur umferð smitrakningar og ef allt gangi að óskum fái farþegarnir að fara í land að henni lokinni.
Útgerðir skemmtiferðaskipa hafa átt á brattann að sækja að undanförnu vegna heimsfaraldursins og því hafa útgerðir í Singapore reynt að fá peninga í kassann með því að bjóða upp á siglingar sem þessar, þar sem hvergi er farið í land.