fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Sögðu þetta vera „múgæsingu“ en nú er skýringin hugsanlega fundin á Havanaheilkenninu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 22:00

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði 2016 og 2017 urðu margir starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Kúbu fyrir óútskýrðu og dularfullu heilsutjóni. Starfsmennirnir kvörtuðu undan andlegum og líkamlegum vandamálum og vanlíðan. Svimi, heyrnarskerðing, kvíði, „andleg þoka“ og jafnvægisvandamál voru meðal þeirra vandræða sem voru nefnd.

Ýmsar kenningar voru settar fram um ástæður þessara dularfullu veikinda og heilsutjóns. Því var varpað fram að áður óþekkt rafsegulsviðsvopn hefði verið notað eða að ráðist hefði verið á starfsfólkið með hljóðum. En ekki fékkst skýr niðurstaða í málið.

Á síðasta ári komust bandarískir læknar að þeirri niðurstöðu að sumir starfsmennirnir hefðu hlotið varanlegt tjóna á heila vegna þessara óútskýrðu atburða. Margir glímdu við langvarandi veikindi og vandamál og sumir töldu að heilsufar þeirra hefði í heildina versnað mikið.

Nú hefur bandaríska vísindaakademían birt skýrslu þar sem kemur fram að líklegasta skýringin á veikindunum sé að örbylgjugeislum hafi markvisst verið beint að starfsmönnunum. BBC skýrir frá þessu. „Ábyrgð“ vegna málsins er ekki varpað beint á neinn í skýrslunni en í henni kemur fram að Rússar, nánir Bandamenn Kúbu, hafi fyrir hálfri öld gert tilraunir með markvissa beitingu örbylgjugeisla á eigin hermönnum.

Þegar bera fór á veikindunum sökuðu Bandaríkin stjórnvöld á Kúbu um að standa á bak við þau. CNN segir að ákveðið hafi verið að rífa nokkrar byggingar sendiráðsins til að finna ástæðu veikindanna en enginn útbúnaður fannst sem gat hafa valdið veikindunum. Stjórnvöld á Kúbu sögðust ekki hafa staðið á bak við árásir á sendiráðsstarfsmenn og sögðu líklegast að um „múgæsingu“ væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“