The Independent skýrir frá þessu. Fram kemur að skipið hafi lagst að bryggju í London Gateway Port nærri ármynni Thames. Skipið átti síðan að sigla áfram til Hollands.
Í heildina var um 1.060 kíló af kókaíni að ræða en tveimur mánuðum áður fundu tollverðir 1.155 kíló af kókaíni í gámi sem var annars fullur af pappír.
Bretland var ekki áfangastaður fíkniefnanna en líklegt má telja að hluti af þeim hefði endað á breskum markaði að mati breskra yfirvalda.