fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Danska krónprinsfjölskyldan í einangrun – Christian prins greindist með kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 06:55

Frederik krónprins og Mary krónprinsessa með börnum sínum í janúar 2020. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian prins, sem er 15 ára, sonur Frederik krónprins og Mary krónprinsessu greindist með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í gær og er öll fjölskyldan nú komin í einangrun.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dönsku hirðinni. Fram kemur að Christian, sem er næstur á eftir föður sínum í erfðaröðinni að dönsku krúnunni, hafi verið sendur í sýnatöku eftir að smit komu upp í Tranegårdskolen í Hellerup þar sem hann stundar nám.

Christian hefur ekki átt í samskiptum við aðra í konungsfjölskyldunni en foreldra sína og systkini sem eru nú öll í einangrun í Amalienborg í Kaupmannahöfn þar sem þau búa. Fjölskyldan fylgir leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda og mun vera í einangrun þar til óhætt er að ljúka henni samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda um viðbrögð við smiti.

Danska ríkisútvarpið segir að enn liggi ekki fyrir hvaða áhrif þetta mun hafa á opinberar skyldur krónprinsins og krónprinsessunnar sem eiga að vera viðstödd nokkra viðburði á næstu dögum.

Þetta er fyrsta kórónuveirusmitið sem kemur upp í dönsku konungsfjölskyldunni, að minnsta kosti svo vitað sé opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“