Síðasta sólarhring voru tæplega 19.000 smit staðfest á Ítalíu en 163.550 sýni voru tekin. Heildarfjöldi smitaðra var lægri en daginn áður en þá greindust 21.000 með veiruna en þá voru tekin öllu fleiri sýni eða tæplega 195.000.
Hvað varðar heildarfjölda látinna er Ítalía í sjötta sæti á heimsvísu samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. En þegar horft á fjölda látinna á hverja milljón er landið í þriðja sæti með 1.000 látna af hverri milljón íbúa. Aðeins í Belgíu, þar sem tæplega 1.500 af hverjum milljón íbúum hafa látist af völdum COVID-19, og í Perú, þar sem rúmlega 1.100 af hverjum milljón íbúum hafa látist, er staðan verri.