fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Europol varar við sölu á fölskum bóluefnum á Internetinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 21:00

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópulögreglan Europol hefur sent frá sér aðvörun þar sem hún hvetur fólk og Evrópusambandið til að vera á varðbergi gegn afbrotum tengdum bóluefnum. Tilefnið er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar og bóluefni gegn henni.  Europol varar við sölu á fölskum bóluefnum gegn kórónuveirunni.

Um leið eru aðildarríki ESB hvött til að gæta sérstaklega að starfsemi glæpasamtaka í tengslum við dreifingu og þróun bóluefna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Europol.

Europol hefur nú þegar séð dæmi um tilraunir til að selja fölsk bóluefni á netinu. Þar hefur verið um auglýsingar að ræða á hinu svokallaða „dark web“ þar sem notendur geta farið sínu fram án þess að hægt sé að rekja slóð þeirra.

Það einkennir þessar auglýsingar að þekkt líftæknifyrirtæki eru sögð vera seljendur bóluefnanna. „Þessi fölsku bóluefni geta verið alvarleg ógn við lýðheilsu ef þau eru gagnslaus eða eitruð,“ segir í tilkynningu Europol.

Ástæðan fyrir tilraunum til að selja þessi fölsku bóluefni er mikil eftirspurn eftir bóluefnum gegn kórónuveirunni sem hefur nú orðið rúmlega 1,5 milljónum manna að bana um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Í gær

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið