fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dánartíðnin af völdum COVID-19 er hærri en af völdum inflúensu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 06:50

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dánartíðnin af völdum COVID-19 er hærri en dánartíðnin af völdum inflúensu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sem vísindamenn á ríkissjúkrahúsinu og við Kaupmannahafnarháskóla gerðu.

Berlingske skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir hafi rannsakað hversu hátt hlutfall, þeirra sem greindust með COVID-19, létust innan 30 daga. Þetta hlutfall var síðan borið saman við andlát af völdum inflúensu. Niðurstaðan sýnir að hlutfall látinna, meðal þeirra sem greindust með COVID-19, er þrisvar til fimm sinnum hærra en af völdum inflúensu. Rannsóknin hefur verið ritrýnd og birt í vísindaritinu Frontiers in Medicine.

Vísindamennirnir rannsökuðu niðurstöður allra kórónuveirusýna, sem voru tekin á Sjálandi, þar á meðal í Kaupmannahöfn, frá 1. mars til 1. júní. Tölurnar voru síðan bornar saman við meðaltal inflúensufaraldranna frá nóvember 2017 til júní 2020.

Í ljós kom að tvö prósent þeirra sem greindust með COVID-19, en voru ekki á sjúkrahúsi þegar þeir greindust með sjúkdóminn, eru látnir. Það er fimm sinnum hærra hlutfall en af völdum inflúensu en það er 0,37%.

Michael Benros, prófessor í ónæmisfræði við Kaupmannahafnarháskóla, vann að rannsókninni. Hann var spurður hvort hægt væri að bera dánartíðnina saman þar sem mjög mismunandi er hvernig sýnatökum er háttað vegna COVID-19 og inflúensu.  „Það eru ekki tekin svona mörg sýni vegna inflúensu eins og er gert vegna COVID-19 og þannig var það líka í vor. Ef maður gerði það myndi dánartíðnin af völdum inflúensu lækka. Þannig að ef við gætum borið þetta saman einn á móti einum myndi munurinn á dánartíðninni líklega vera meiri en ekki minni,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga