fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Dánartíðnin af völdum COVID-19 er hærri en af völdum inflúensu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 06:50

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dánartíðnin af völdum COVID-19 er hærri en dánartíðnin af völdum inflúensu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sem vísindamenn á ríkissjúkrahúsinu og við Kaupmannahafnarháskóla gerðu.

Berlingske skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir hafi rannsakað hversu hátt hlutfall, þeirra sem greindust með COVID-19, létust innan 30 daga. Þetta hlutfall var síðan borið saman við andlát af völdum inflúensu. Niðurstaðan sýnir að hlutfall látinna, meðal þeirra sem greindust með COVID-19, er þrisvar til fimm sinnum hærra en af völdum inflúensu. Rannsóknin hefur verið ritrýnd og birt í vísindaritinu Frontiers in Medicine.

Vísindamennirnir rannsökuðu niðurstöður allra kórónuveirusýna, sem voru tekin á Sjálandi, þar á meðal í Kaupmannahöfn, frá 1. mars til 1. júní. Tölurnar voru síðan bornar saman við meðaltal inflúensufaraldranna frá nóvember 2017 til júní 2020.

Í ljós kom að tvö prósent þeirra sem greindust með COVID-19, en voru ekki á sjúkrahúsi þegar þeir greindust með sjúkdóminn, eru látnir. Það er fimm sinnum hærra hlutfall en af völdum inflúensu en það er 0,37%.

Michael Benros, prófessor í ónæmisfræði við Kaupmannahafnarháskóla, vann að rannsókninni. Hann var spurður hvort hægt væri að bera dánartíðnina saman þar sem mjög mismunandi er hvernig sýnatökum er háttað vegna COVID-19 og inflúensu.  „Það eru ekki tekin svona mörg sýni vegna inflúensu eins og er gert vegna COVID-19 og þannig var það líka í vor. Ef maður gerði það myndi dánartíðnin af völdum inflúensu lækka. Þannig að ef við gætum borið þetta saman einn á móti einum myndi munurinn á dánartíðninni líklega vera meiri en ekki minni,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum