fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Kjöt framleitt í tilraunastofu komið í almenna sölu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. desember 2020 23:00

Hann fékk ekki steikina sína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Singapore hafa heimilað sölu á kjöti sem er ræktað en ekki fengið með því að slátra dýrum. Margir hafa fagnað þessu og segja um stór tímamót að ræða fyrir kjötiðnaðinn. Um er að ræða „kjúklingabita“ sem eru framleiddir af bandaríska fyrirtækinu Eat Just.

Fyrirtækið segir að samþykktin geti hugsanlega opnað dyr framtíðarinnar þar sem allt kjöt verður framleitt án þess að slátra þurfi dýrum, kjötið verði einfaldlega ræktað. The Guardian skýrir frá þessu. Þannig að í framtíðinni verða kannski stórar verksmiðjur þar sem kjötframleiðsla fer fram án þess að einu einasta dýri sé slátrað.

Tugir fyrirtækja vinna að þróun „ræktaðs kjöts“ og er þar um að ræða kjúklinga, nautakjöt og svínakjöt. Þetta gæti gjörbylt kjötframleiðslu sem hefur mikil áhrif á umhverfið og loftslagið. Ekki má gleyma að þetta getur einnig orðið til þess að fólk hafi aðgang að heilbrigðara kjöti þar sem engin lyf hafa komið við sögu og ekki þarf að hafa áhyggjur af dýravernd og illri meðferð á dýrum.

Á hverjum degi er um 130 milljónum kjúklinga slátrað til matar og 4 milljónum svína. Búpeningur er 60% af heildarþyngd allra spendýra á jörðinni, 36% erum við mennirnir en villt dýr eru aðeins 4%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“