fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Er Pútín að íhuga að setjast í helgan stein?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. desember 2020 08:00

Vladimir Putin er forseti Rússlands. mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segir ekkert hæft í orðrómi um að hann sé veikur eða á leið út úr stjórnmálum. En hvað sem því líður þá er ljóst að Pútín fer inn í jólin með stafla af vandamálum, bæði á innlendum sem erlendum vettvangi.

Fyrir nokkrum vikum fór orðrómur á kreik um að Pútín sé með Parkinsonssjúkdóminn og að hann muni fljótlega hætta afskiptum af stjórnmálum og yfirgefa Kreml. Valery Solovei, stjórnmálafræðingur, sem er þekktur fyrir að vera mjög gagnrýninn í garð Pútíns sagði í samtali við The Sun að Pútín muni láta af forsetaembættinu í janúar. Hann sagði að tvær dætur Pútín og unnusta hans, hin 37 ára Alina Kabaeva, þrýsti mjög á hann um að setjast í helgan stein. Solovei sagði einnig að Pútín hafi sýnt merki þess að vera með Parkinssonssjúkdóminn. Þessu til stuðnings var sýnd upptaka þar sem mjög skjálfhentur Pútín heldur á bolla og annað þar sem hann á erfitt með að hafa fæturna kyrra.

En í Moskvu eru margir sem taka lítið mark á Solovei því hann hefur áður haft rangt fyrir sér. 2015 spáði hann því að stríðið í Úkraínu myndi ekki kalla refsiaðgerðir Vesturlanda yfir Rússland og 2016 spáði hann því að Pútín ætlaði að setjast í helgan stein.

„Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Dmitrij Peskov, talsmaður Pútín, þegar Tass fréttastofan spurði hann út í málið. Hann sagði að Pútín væri við góða heilsu og væri ekki á förum frá Kreml.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Þetta hjálpar 95% fólks við að komast í góða þyngd“

„Þetta hjálpar 95% fólks við að komast í góða þyngd“
Pressan
Í gær

Þessi drykkur er góður fyrir hjartað og heilann

Þessi drykkur er góður fyrir hjartað og heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er vitað hvar mun gjósa næst í Yellowstone

Nú er vitað hvar mun gjósa næst í Yellowstone
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru öflugustu vegabréf heims

Þetta eru öflugustu vegabréf heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður kveður upp úr um hvort geimverur séu til eður ei

Vísindamaður kveður upp úr um hvort geimverur séu til eður ei
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn taldi vasann lítils virði – Seldist fyrir 9 milljarða

Sérfræðingurinn taldi vasann lítils virði – Seldist fyrir 9 milljarða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín