Mörg sjúkrahús reyna einnig að ráða nema og nýútskrifaða kandídata til starfa þrátt fyrir að þeir hafi ekki enn fengið útgefin starfsleyfi. Eru góð laun í boði í þessum örvæntingarfullu tilraunum sjúkrahúsanna til að fá starfsfólk til starfa.
Hjúkrunarfræðingar um allt land brenna í sífellt meiri mæli upp vegna álags í starfi og hefur bandaríska sjúkdómastofnunin, CDC, sent frá sér aðvörun vegna þessa. Robert Redfield, forstjóri CDC, segir að eins og staðan er núna þá stefni í að desember, janúar og febrúar verði erfiðir mánuðir. „Ég held að þetta verði erfiðustu mánuðirnir í sögu bandarískrar lýðheilsusögu,“ sagði hann að sögn AP.