The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að geimfarinu sé ætlað að gera rannsóknir á andrúmslofti Mars og geta þær í raun hafist fyrr en áætlað var þar sem ekki þarf að gera fleiri stórar stefnubreytingar.
Um borð í geimfarinu eru þrjú sérhönnuð mælitæki sem eiga að rannsaka þunnt andrúmsloft plánetunnar.
Með komu Hope til Mars verða enn ein tímamótin í rannsóknum á Rauðu plánetunni því Sameinuðu arabísku furstadæmin verða þá fimmta ríkið eða bandalag til að senda geimfar þangað. Áður hafa Bandaríkin, Rússland, Evrópa og Indland sent geimför þangað.
Auk Hope eru Tianwen, frá Kína, og Perseverance, frá Bandaríkjunum, á leið til Mars.