fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

5.000 ára beinagrind af hval gæti aukið þekkingu okkar á hvölum og hækkandi sjávarborði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. desember 2020 16:35

Beinagrindin er vel varðveitt. Mynd:Facebook/Topvarawut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílenskir vísindamenn fundu nýlega 5.000 ára gamla beinagrind af hval sem hefur varðveist í nær fullkomnu lagi. Talið er að um beinagrind af reyðarhval sé að ræða. Hún fannst í Samut Sakhon sem er vestan við Bangkok.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi grafið um 80% beinagrindarinnar upp og hafi borið kennsl á ýmsa hluta hennar, þar á meðal bein og ugga. Beinagrindin er 12 metrar á lengd og höfuðið er um 3 metrar.

Kolefnagreining verður gerð á beinunum til að aldursgreina þau en talið er að þau séu á milli 3.000 og 5.000 ára gömul.

Beinagrindin mun hjálpa vísindamönnum að skilja þróun reyðarhvala og varpa ljósi á breytta sjávarstöðu í mörg þúsund ár. Talið er að fundurinn sé enn ein sönnun þess að miklar breytingar hafi orðið á sjávarborði í Taílandsflóa fyrir 6.000 til 3.000 árum síðan. Þá hafi strandlínan verið marga tugi kílómetra inni í landi miðað við það sem nú er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“