The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi grafið um 80% beinagrindarinnar upp og hafi borið kennsl á ýmsa hluta hennar, þar á meðal bein og ugga. Beinagrindin er 12 metrar á lengd og höfuðið er um 3 metrar.
Kolefnagreining verður gerð á beinunum til að aldursgreina þau en talið er að þau séu á milli 3.000 og 5.000 ára gömul.
Beinagrindin mun hjálpa vísindamönnum að skilja þróun reyðarhvala og varpa ljósi á breytta sjávarstöðu í mörg þúsund ár. Talið er að fundurinn sé enn ein sönnun þess að miklar breytingar hafi orðið á sjávarborði í Taílandsflóa fyrir 6.000 til 3.000 árum síðan. Þá hafi strandlínan verið marga tugi kílómetra inni í landi miðað við það sem nú er.