fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

SÞ taka kannabis af lista yfir hættulegustu fíkniefnin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 15:30

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnamál, CND, ákvað á miðvikudaginn að taka kannabis af lista yfir hættulegustu fíkniefnin.  Kannabis hefur verið flokkað sem fíkniefni með „sérstaklega hættulegum eiginleikum“ allt frá 1961 og verið í sama flokki og heróín og ópíóíðar.

The New York Times skýrir frá þessu. Vegna þessarar flokkunar hefur verið ólöglegt að nota, framleiða og selja kannabis víðast hvar um heiminn. Atkvæði voru greidd um tillöguna og greiddu 27 ríki atkvæði með henni en 25 voru á móti.

Ákvörðunina má ekki skilja sem svo að CND hafi lögleitt ræktun eða notkun kannabis því efnið verður áfram á lista yfir efni sem „eru mjög ávanabindandi og geta leitt til misnotkunar“. Þetta þýðir að framleiðsla og sala á kannabis verður áfram takmörkuð við rannsóknir og til læknisfræðilegrar notkunar í samræmi við alþjóðalög.

The New York Times segir að ákvörðunin muni væntanlega styrkja rannsóknir á kannabis og notkunarmöguleikum efnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga