fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Kínverjar vilja auka getu sína til að stjórna veðrinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 19:01

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk stjórnvöld ætla að auka fjárfestingar sínar í tækni sem er hægt að nota til að stýra veðrinu. Þetta á að gagnast landinu öllu. Markmiðið er að efla núverandi áætlun og getu landsins til að framleiða snjóa og rigningu. Markmiðið er að kerfið nái til að minnsta kosti 5,5 milljóna ferkílómetra fyrir árið 2025.

Kínverska ríkisstjórnin skýrði frá þessu á miðvikudaginn. Hún segir að samkvæmt þeirri pólitísku stefnu sem hefur verið mörkuð eigi landið að geta stýrt veðrinu á „þróaðan“ hátt 2035. Þetta á að styrkja landsbyggðina, endurreisa vistkerfi og draga úr tjóni vegna náttúruhamfara.

Kínverjar hafa reglulega notað tækni, sem getur haft áhrif á veður, til að draga úr áhrifum þurrka eða til að hreinsa mengun úr lofti, til dæmis fyrir stóra alþjóðlega viðburði. Þeir hafa til dæmis sprautað efnum í ský til að koma rigningu af stað, rigningu sem hefði annars ekki orðið.

Kerfi, til að sprauta efnum í ský, hefur verið reist víð Tíbesku hásléttuna í norðvesturhluta landsins til að reyna að auka úrkomuna á svæðinu. Þar eru mestu ferskvatnsbirgðir Asíu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni