fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Enn eitt ítalska þorpið selur hús á 1 evru

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 18:33

Það er fallegt á Ítalíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þorpinu Castropignano á Ítalíu er nú hægt að kaupa hús fyrir 1 evru en það svarar til um 150 íslenskra króna. Þetta er gert til að laða nýtt fólk til þorpsins sem eins og svo mörg ítölsk þorp glímir við mikla fólksfækkun.

Þorpið er í Molise í suðurhluta landsins. Þar þykir ægifagurt en þorpið er umvafið snæviþöktum fjöllum og gróskumiklum ólívuökrum. Ekki skemmir fyrir að aðeins klukkustunda akstur er til strandarinnar.

Í þorpinu sjálfu eru leifar af miðaldakastala og því um merkan stað að ræða.

Til að fá að kaupa hús á 150 krónur, 1 evru, þurfa kaupendur að skuldbinda sig til að gera endurbætur á húsunum á fyrstu mánuðunum eftir kaupin. Kaupandinn verður að leggja fram 3.000 evrur í tryggingu fyrir því að hann standi við loforð um að gera endurbætur. Upphæðin fæst endurgreidd þegar endurbótunum er lokið. CNN skýrir frá þessu.

Sama leið hefur verið farin í nokkrum öðrum ítölskum þorpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið