fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

SETI segir að útvarpsmerkin frá Proxima Centauri séu mjög dularfull

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 21:50

Útvarpssjónaukar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega gerðu stjörnufræðingar uppgötvun sem þykir mjög merkileg, að minnsta kosti enn sem komið er, þegar þeir námu dularfull útvarpsmerki sem virtust berast frá Proxima Centauri, sem er sú stjarna sem er næst sólinni okkar. Það voru vísindamenn á vegum Breakthroug Listen sem námu útvarpsmerkin sem voru send á þröngu tíðnisviði eða 982 Mhz.

Breakthrough Listen var stofnsett af Stephen Hawking, eðlisfræðingi, og milljarðamæringnum Yuri Milner til að leita að vitsmunalífi utan jarðarinnar. Fréttir af þessari uppgötvun hafi ýtt undir hugmyndir og vonir margra um að vitsmunaverur séu að reyna að ná sambandi við okkur.

Merkjasendingin sjálf er ekki alveg ný af nálinni að því er segir í umfjöllun Futurist því merkin voru numin með Parkes útvarpssjónaukanum í Ástralíu í apríl og maí 2019. Þau virðast hafa borist úr þeirri átt sem Proxima Centauri er í. Talið er að pláneta, sem hefur verið nefnd Proxima b, sé á braut um Proxima Centauri. Proxima b er talin vera um 20% stærri en jörðin og er á svokölluðu byggilegu svæði á braut sinni um stjörnuna, það er að segja í fjarlægð frá henni sem gerir lífi mögulegt að þrífast.

En fréttunum hefur einnig verið tekið með ákveðnum efasemdum. Í yfirlýsingu frá SETI, sem hefur áratugum saman hlustað eftir merkjasendingum utan úr geimnum, segir að merkin sem Breakthrough Listen hafi numið geti hugsanlega verið frá vitsmunaverum en það hafi ekki verið staðfest. „Vegna þess hvernig merkin eru þá er mjög ólíklegt að uppruna þeirra megi rekja til áður óþekktra afla í náttúrunni, en hver veit . . . Náttúran kemur okkur oft á óvart,“ segir í yfirlýsingu SETI sem var skrifuð af Franck Marchis, stjörnufræðings.

En þýða þessi orð hans að það sé mögulegt að merkin séu frá vitsmunaverum utan jarðarinnar? Ekki endilega því í yfirlýsingunni segir einnig að einföld skýring á merkjunum geti verið að þau eigi upptök hér á jörðinni. „Við notum útvarpsmerki til samskipta og þetta gæti verið truflun héðan frá jörðinni. Það er líklegasta skýringin,“ skrifaði Marchis.

Eru geimverur að senda okkur skilaboð?

Ein af ástæðunum fyrir þessu er að enn á eftir að staðfesta tilvist Proxima b endanlega og ef hún er til, sem margt bendir til, þá höfum við ekki hugmynd um hvernig hún lítur út. „Við vitum um tilvist hennar vegna hreyfingar hennar um stjörnuna sína, svo það eina sem við höfum er ágiskun um massa hennar og braut, ekkert annað,“ segir í yfirlýsingunni.

„Hugmyndin um að tæknilega þróuð siðmenning búi nærri þeirri stjörnu, sem er næst sólkerfinu okkar, er mjög óvenjuleg,“ skrifaði Marhcis einnig og bætti við: „En eins og staðan er núna þá eru fleiri spurningar en svör: Af hverju heyrðust merkin bara einu sinni á 30 klukkustundum í apríl og maí? Við vitum heldur ekki af hverju stjörnufræðingar létu vísindaheiminn ekki vita af þessu strax. Þetta eru líklega ekki merki frá geimverum og við munum staðfesta það fljótlega. En auðvitað myndi fátt gleðja mig meira sem vísindamann hjá SETI en að ég hafi rangt fyrir mér,“ skrifaði Marchis einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu