fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Pressan

Segja 2020 hafa verið erfitt ár fyrir Bandaríkin en langt frá því að vera versta ár sögunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 06:58

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef rætt er við Bandaríkjamenn um árið sem er að líða verður að teljast mjög líklegt að þeir segi það vera það versta sem þeir muna eftir og er það heimsfaraldur kórónuveirunnar sem á sök á því. En að mati sagnfræðinga er árið ekki það versta í sögunni og nær raunar aðeins áttunda sæti lista yfir verstu ár sögunnar að þeirra mati.

CBS News skýrir frá þessu. Fram kemur að þrátt fyrir að árið hafi boðið Bandaríkjamönnum upp á heimsfaraldur með miklum veikindum, fjölda andláta, efnahagsvandræðum og atvinnuleysi í hæstu hæðum þá hafa sagnfræðingar hjá þekktum bandarískum háskólum á borð við Yale og Stanford tekið saman lista yfir ár sem voru enn erfiðari fyrir Bandaríkjamenn.

Í efsta sæti listans er árið 1862 en það þykir hafa verið versta ár borgarastyrjaldarinnar. Á einum degi, 17. september, féllu, særðust eða hurfu 23.000 hermenn úr herjum bæði Suðurríkjanna og Norðurríkjanna. Í heildina féllu rúmlega 600.000 hermenn í stríðinu.

Í öðru sæti er 1929 en þá hrundu bandarískir hlutabréfamarkaðir. Mörg þúsund fjárfestar misstu aleiguna þann 29. október og djúp kreppa skall á sem varði í um áratug.

Í þriðja sæti er 1838 en þá voru mörg þúsund Cherokee-indíánar neyddir til að yfirgefa heimkynni sín í suðausturhluta Bandaríkjanna og ganga rúmlega 1.600 km til Oklahoma þar sem þeim hafði verið úthlutað nýju landsvæði. Um 4.000 manns létust á leiðinni og voru grafnir meðfram gönguleiðinni sem fékk heitið „Trail of Tears“.

Í fjórða sæti er 1918/1919 þegar milljónir manna um allan heim létust af völdum spænsku veikinnar. Önnur bylgja faraldursins náði hámarki 1919 og varð 675.000 Bandaríkjamönnum að bana.

Martin Luther King

Í fimmta sæti er 1968 en þá var mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King myrtur og sömu örlög hlaut öldungadeildarþingmaðurinn Robert F. Kennedy. Mikil og ofbeldisfull mótmæli og óeirðir settu svip sinn á árið.

Í sjötta sæti er 1962 en þá var Kúbukrísan í hámarki og voru Bandaríkin og Sovétríkin við það að hefja kjarnorkustríð.

Í sjöunda sæti er 2001 en þá létust tæplega 3.000 manns þegar hryðjuverkamenn á vegum al-Kaída gerðu árásir á World Trade Center í New York og Pentagon. Þriðja árás þeirra mistókst því farþegar í flugvél, sem þeir höfðu rænt, snerust til varnar gegn flugræningjunum og hrapaði vélin til jarðar í Pennsylvania.

Hryðjuverkin 11. september 2001.

Í áttunda sæti er svo 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar en nú hafa um 335.000 Bandaríkjamenn látið lífið af hennar völdum.

Í heimssamhengi nefndu sagnfræðingarnir þrjú verstu árin fyrir jarðarbúa.

Þar er árið 1348 efst á blaði en þá náði svarti dauði hámarki. 1944 kemur þar á eftir en þá var Helförin í hámarki. Þriðja árið að mati sagnfræðinganna er 1816 en þá varð mikið eldgos í Indónesíu og skyggðu gosefni fyrir geisla sólarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“