fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Nýtt stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar í Suður-Afríku – Jafnvel meira smitandi en enska afbrigðið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 05:13

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa gripið til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða með lokunum á margvíslegri samfélagsstarfsemi í kjölfar þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur greinst þar í landi. Afbrigðið er talið meira smitandi en hið svokallaða „enska afbrigði“ sem er 70% meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. 80-90% þeirra smita sem greinast nú í Suður-Afríku eru af völdum nýja afbrigðisins.

Smitum og dauðsföllum af völdum veirunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu og eru nú að nálgast það sem var þegar verst lét í ágúst þegar fyrsta bylgja faraldursins náði hámarki. Við tóku þrír mánuðir þar sem góð stjórn virtist á ástandinu en síðan fór smitum að fjölga á nýjan leik. Yfirvöld telja að aukninguna megi rekja til nýja stökkbreytta afbrigðisins sem hefur hlotið heitið 501Y.V2.

Eins og enska afbrigðið er nýja afbrigðið með nokkrar breytingar frá fyrri afbrigðum. Heiti þess er dregið af breytingum á þeim hluta veirunnar sem stýrir hversu smitandi hún er. Enska afbrigðið fékk heitið 501Y.1. Afbrigðin eru ekki mjög lík og tilheyra tveimur mismunandi þróunargreinum veirunnar. Þær eiga það sameiginlegt að vera mjög ólíkar nánustu ættingjum sínum, eins og tveir frændur sem líkjast ekki neinum öðrum í ættinni.

Suður-afrískir vísindamenn segja að afbrigðið sé enn meira smitandi en það enska en ekki hefur verið sýnt fram á þetta með óyggjandi hætti enn sem komið er. Vísindamenn geta ekki bent á eitthvað eitt við afbrigðin tvö sem sönnun þess að þau séu meira smitandi en önnur afbrigði og telja að það sé blanda tveggja eða fleiri þátta sem gerir þetta að verkum. Það hefur því ekki verið sannað að afbrigðin séu meira smitandi en önnur afbrigði en líkur hafa verið leiddar að því.

Suður-afrísk stjórnvöld hafa nú gripið til hertra aðgerða til að stemma stigum við faraldrinum og hefur útgöngubann verið hert. Bann við sölu áfengis hefur verið innleitt á nýjan leik. Barir, baðstrendur og margt annað verður lokað. Fólk má ekki safnast saman og gildir það bæði innanhúss og utan. Nota verður andlitsgrímur á opinberum stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi