fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Hafa lagt hald á 21.000 dularfullar sendingar til Danmerkur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 06:55

Fræin koma í svona umslögum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því vor hafa tollverðir lagt hald á 20.957 sendingar, sem innihalda fræ, í póstmiðstöðinni í Kastrup. Flestar sendingarnar koma frá Kína og flestar eru þær sendar viðtakendum óumbeðið.

Sendingarnar vekja töluverðar áhyggjur hjá Landbúnaðarstofnuninni. Jótlandspósturinn hefur eftir Kristine Riskær, deildarstjóra hjá stofnuninni, að sendingarnar komi yfirleitt frá Kína og ekkert komi fram um hver sendandinn sé. Talið sé að flestir pakkanna séu sendir óumbeðið. Líklega sé um ákveðna tegund svindls að ræða en þessi aðferð er vel þekkt víða um heim.

Í þessari aðferð felst að fyrirtæki, til dæmis netverslun, sendir vörur óumbeðið til fólks í þeirri von að viðtakendur gefi versluninni síðan góða umsögn á netinu.

Fræsendingar af þessu tagi hafa einnig streymt til Bandaríkjanna og Bretlands. Það er ekki svo augljóst af hverju fólk fær fræin send en hugsanlega kemst það á viðtakendaskrá eftir að hafa nýtt sér þjónustu ákveðinna sölusíðna.

Nú er unnið að rannsóknum á fræjunum og benda fyrstu niðurstöður til að um erfðabreytt fræ sé að ræða. Af þessum sökum er fólk beðið um að eyða innihaldinu ef það fær sendingar sem þessar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift