fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Hafa lagt hald á 21.000 dularfullar sendingar til Danmerkur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 06:55

Fræin koma í svona umslögum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því vor hafa tollverðir lagt hald á 20.957 sendingar, sem innihalda fræ, í póstmiðstöðinni í Kastrup. Flestar sendingarnar koma frá Kína og flestar eru þær sendar viðtakendum óumbeðið.

Sendingarnar vekja töluverðar áhyggjur hjá Landbúnaðarstofnuninni. Jótlandspósturinn hefur eftir Kristine Riskær, deildarstjóra hjá stofnuninni, að sendingarnar komi yfirleitt frá Kína og ekkert komi fram um hver sendandinn sé. Talið sé að flestir pakkanna séu sendir óumbeðið. Líklega sé um ákveðna tegund svindls að ræða en þessi aðferð er vel þekkt víða um heim.

Í þessari aðferð felst að fyrirtæki, til dæmis netverslun, sendir vörur óumbeðið til fólks í þeirri von að viðtakendur gefi versluninni síðan góða umsögn á netinu.

Fræsendingar af þessu tagi hafa einnig streymt til Bandaríkjanna og Bretlands. Það er ekki svo augljóst af hverju fólk fær fræin send en hugsanlega kemst það á viðtakendaskrá eftir að hafa nýtt sér þjónustu ákveðinna sölusíðna.

Nú er unnið að rannsóknum á fræjunum og benda fyrstu niðurstöður til að um erfðabreytt fræ sé að ræða. Af þessum sökum er fólk beðið um að eyða innihaldinu ef það fær sendingar sem þessar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður