fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Dæmd í sex ára fangelsi fyrir að berjast fyrir rétti kvenna til að aka bílum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 18:30

Konur njóta ekki mikilla réttinda í Sádi-Arabíu frekar en aðrir landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi á mánudaginn Loujain al-Hathloul í fimm ára og átta mánaða fangelsi. Hún var fundin sek um hryðjuverkatengda starfsemi að sögn fjölskyldu hennar. Hún er ein þekktasta baráttukona landsins fyrir réttindum kvenna sem eru fótum troðum í þessu strangtrúaða múslimaríki.

Mannréttindasamtök segja að ákærurnar á hendur henni hafi aðeins verið tilkomnar vegna baráttu hennar fyrir auknum réttindum kvenna og vegna þess að hún átti í samskiptum við blaðamenn, stjórnarerindreka, annað baráttufólk fyrir mannréttindum. Hún hefur barist ötullega fyrir því að endi verði bundin á hin miklu völd sem karlar hafa yfir konum í landinu en þær geta sig varla hreyft nema með samþykki þeirra.

Dómstólinn vísaði sumum ákæruatriðum frá og lét afplánun refsingarinnar gilda frá því að Hathloul var handtekin. Hún verður því hugsanlega látin laus eftir um tvo mánuði að sögn fjölskyldu hennar.

Hathloul, sem er 31 árs, er líklega þekktust fyrir baráttu sína fyrir því að konur fái að aka bílum í Sádi-Arabíu. Hún hefur verið í haldi síðan í maí 2018 en hún var þá handtekin í aðgerðum stjórnvalda gegn baráttufólki fyrir réttindum kvenna. Fólkið var stimplað landráðamenn og sagt aðstoða óvini landsins. Aðeins viku eftir handtökurnar fengu konur réttindi til að aka bílum.

Handtökurnar voru taldar skýr skilaboð frá Mohammed bin Salman, krónprinsi og stjórnanda landsins, um að pólitísk mótmæli yrðu ekki liðin. Landið er konungsdæmi og hefur einveldið styrkst enn frekar síðan Mohammed komst til valda. Hann hefur komið ákveðnum félagslegum umbótum á en jafnframt látið handtaka keppinauta sína úr konungsfjölskyldunni, fólk úr viðskiptalífinu og þá sem eru ekki sömu skoðunar og hann.

Washington Post bendir á að tímasetning dómsins sé kannski ekki tilviljun ein því nú er stutt í að Joe Biden taki við forsetaembættinu í Bandaríkjunum en hann hefur sagt að hann ætli að endurskoða samband Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu vegna meintra mannréttindabrota stjórnvalda í Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð