fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sprengjumaðurinn í Nashville – „Heimurinn mun aldrei gleyma mér“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 05:18

Anthony Warner. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum dögum áður en Anthony Quinn Warner sprengdi öfluga sprengju, sem hann hafði komið fyrir í húsbíl sínum, í Nashville á jóladag hitti hann nágranna sinn Rick Laude. Þeir hittust við póstkassa Warner og ræddu aðeins saman. Laude spurði hann meðal annars hvernig móðir hans hefði það og hvort hann ætti von á einhverju góðu frá jólasveininum þetta árið. Svarið var: „Nashville og heimurinn munu aldrei gleyma mér.“

Laude tengdi þetta ekki við neitt slæmt og velti þessum orðum Warner ekki frekar fyrir sér. Hann hefur látið hafa eftir sér að hann hafi verið orðlaus þegar hann heyrði að lögregluna grunaði að Warner stæði á bak við sprenginguna. Þrír særðust í henni og mikið eignatjón varð.

Bandarískir fjölmiðlar hafa lýst Warner sem sérvitringi sem hafi gefið ungri konu, Michelle Swing, nokkrar fasteignir áður en hann sprengdi sprengjuna. Swing býr í Kaliforníu. Hann sendi henni einnig bréf sem hún hefur nú afhent alríkislögreglunni FBI.

Frá vettvangi sprengingarinnar. Mynd:Getty

Daily Mail segir að Warner hafi einnig staðið í deilum við móður sína, sem er 85, um fjármál eftir að faðir hans og bróðir létust.

Lögreglan rannsakar nú meðal annars hvort það hafi verið hræðsla Warner við 5G farsímakerfið sem var ástæðan fyrir sprengjutilræðinu. Hann lagði húsbílnum fyrir framan byggingu símafyrirtækisins AT&T og sprengi sprengjuna. Það þykir einnig tengja Warner enn frekar við fyrirtækið að faðir hans starfaði hjá því.

Warner bjó yfir þeirri tæknikunnáttu sem til þurfti til að búa sprengjuna til að sögn bandarískra fjölmiðla. Hann er einnig sagður hafa haft leyfi til að meðhöndla og nota sprengiefni áður fyrr. Hlutar úr líki Warner fundust á vettvangi sprengingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga